Enska knattspyrnugoðsögnin Wayne Rooney skoraði glæsilegt mark úr aukaspyrnu í goðsagnaleik Manchester United gegn Celtic á Old Trafford í dag.
Rooney kom United yfir á 42. mínútu en Gary Hooper jafnaði metin fyrir Celtic eftir rúman klukkutímaleik.
Þegar flautað var til leiksloka var staðan 1:1 og þurfti því að fara í vítakeppni. Þar hafði Celtic betur, 5:4.
Hér fyrir neðan má sjá aukaspyrnmark Rooney úr leiknum í dag.
Wonderful from Wazza ☄️ #MUFC || @MU_Foundation
— Manchester United (@ManUtd) September 7, 2024