Stjörnur City ósáttar með leikjaálagið

Kevin De Bruyne.
Kevin De Bruyne. AFP/Henry Nicholls

Bernardo Silva og Kevin De Bruyne, leikmenn Manchester City, eru óánægðir með leikjaálagið á þessu tímabili.  

„Leikjaskipulagið er algjörlega klikkað. Við vorum að frétta að við fáum aðeins einn dag í hvíld fyrir leik í enska deildabikarnum,“ sagði Silva á blaðamannafundi.  

Heimsmeistaramót félagsliða verður spilað með nýju sniði á næsta ári þar sem 32 lið frá öllum heiminum mætast. Mótið mun standa yfir í fjórar vikur frá júní fram í júlí.  

„Alvöru vandamálið mun koma upp eftir HM félagsliða. Við vitum að það verða aðeins þrjár vikur á milli úrslitaleiks HM félagsliða og fyrsta leiks í ensku úrvalsdeildinni. 

Svo við höfum þrjár vikur til að hvíla og undirbúa okkur fyrir aðra 80 leiki. Kannski verður þetta í lagi á þessu ári en næsta ár gæti orðið vandamál, sagði De Bruyne. 

Leikmannasamtök á Englandi hafa leitað að lausnum á auknu leikjaálagi á liðum.  

„Svo virðist sem peningar skipti meira máli en raddir leikmanna,“ sagði De Bruyne. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert