Áhyggjuefni fyrir Arsenal?

Martin Ödegaard í leiknum í kvöld.
Martin Ödegaard í leiknum í kvöld. AFP/Terje Pedersen

Martin Ödegaard, fyrirliði Arsenal og norska landsliðsins, fór meiddur af velli í leik Noregs gegn Austurríki í B-deild Þjóðadeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld.

Ödegaard meiddist á ökkla og haltraði af velli á 67. mínútu í 2:1-sigri Noregs í Ósló.

Ekki er vitað að svo stöddu hversu alvarleg meiðslin eru en Ola Sand, læknir norska landsliðsins, sagði að tognun á ökkla væri að ræða.

„Það er erfitt að meðhöndla ökklatognanir umsvifalaust þannig að við þurfum að sjá hvernig þetta þróast. Við skoðum hann betur þegar við komum aftur upp á liðshótel.

Kannski sendum við hann í ómskoðun. Ef við erum óvissir sendum við hann í segulómun á morgun,“ sagði Sand í samtali við norsku sjónvarpsstöðina TV 2.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert