Vilja að Old Trafford rúmi 100.000 manns

Áhorfendur á Old Trafford.
Áhorfendur á Old Trafford. AFP/Paul Ellis

Fyrirætlanir enska knattspyrnufélagsins Manchester United um að stækka leikvang sinn Old Trafford eru á áætlun eftir að sveitarstjórnir á svæðinu í og kringum Manchester samþykktu að starfa með félaginu að uppbyggingu.

Breska ríkisútvarpið greinir frá því að Man. United hafi samþykkt að vinna að enduruppbyggingu á svæðinu samhliða stækkun á Old Trafford.

Stækkunin miðar að því að leikvangurinn taki 100.000 manns í sæti að loknum framkvæmdum. Hann tekur í dag 74.310 í sæti.

Um 5.000 ný heimili verða byggð á svæðinu auk þess sem bættar tengingar og samgöngur til og frá Salford og miðbæjar Manchester eru á stefnuskránni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert