Vill fara frá Liverpool

Caoimhín Kelleher í vináttuleik með Liverpool í sumar.
Caoimhín Kelleher í vináttuleik með Liverpool í sumar. AFP/Charly Triballeau

Caoimhín Kelleher, varamarkvörður karlaliðs Liverpool í knattspyrnu og aðalmarkvörður Írlands, kveðst vilja fara frá enska félaginu með það fyrir augum að vera aðalmarkvörður hjá nýju félagi.

Kelleher er 25 ára gamall og hefur spilað 47 leiki í öllum keppnum fyrir Liverpool undanfarin ár og staðið sig vel.

Nú sér hann sæng sína uppreidda þar sem félagið festi kaup Giorgi Mamardashvili, markverði Valencia og georgíska landsliðsins, í sumar.

„Ég hef gert fólki það ljóst undanfarin ár að ég vil fara og vera númer eitt þar sem ég get spilað í hverri viku.

Félagið hefur tekið þá ákvörðun að fá inn annan markvörð og ef maður skoðar þetta utan frá virðist sem það hafi tekið ákvörðun um að fara í aðra átt,“ sagði Kelleher á fréttamannafundi í dag.

Finnst ég nógu góður

Mamardashvili leikur með Valencia að láni út yfirstandandi tímabil og gengur svo til liðs við Liverpool næsta sumar.

Liverpool hefur undanfarin sumur hafnað tilboðum í írska markvörðinn.

„Stundum ef maður lítur á þetta að utan lítur það 100 prósent út fyrir að vera mín ákvörðun en þetta er ekki alltaf í mínum höndum.

Það hafa verið fréttir um að Liverpool hafi hafnað nokkrum tilboðum í mig. Metnaður minn er skýr, mér finnst ég nógu góður og vil sanna það,“ sagði Kelleher einnig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert