Knattspynurmaðurinn Nathan Aké, varnarmaður hollenska landsliðsins og Englandsmeistara Manchester City, var borinn meiddur af velli skömmu fyrir leikhlé í leik Hollands og Þýskalands í Þjóðadeild Evrópu sem nú stendur yfir.
Aké reyndi að taka við boltanum án þess að nokkur væri nálægt en fann þá til og lagðist sárþjáður í grasið.
Ekki er vitað hversu alvarleg meiðslin eru að svo stöddu en Aké var gráti næst er hann var borinn af velli og hélt aftan um lærið á sér. Ekki er loku fyrir það skotið að Aké hafi meiðst á hné.
Staðan í hálfleik er 2:1, Þýskalandi í vil.