Victor Moses hefur gengið til liðs við Luton Town í ensku B-deildinni en vængmaðurinn hefur verið án félags síðan samningi hans við Spartak Moskvu lauk í sumar.
Moses lék með Chelsea, Liverpool og Inter Mílanó á árum áður en gekk til liðs við Spartak árið 2021. Nígeríumaðurinn á að baki 220 leiki í ensku úrvalsdeildinni og 38 landsleiki.
Luton er með eitt stig eftir fjóra leiki í deildinni en liðið sýndi góða takta í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð þrátt fyrir fall.