Norski miðjumaðurinn Martin Ødegaard fór meiddur af velli í sigri Noregs á Austurríki í Þjóðardeild Evrópu í gær og þarf að fara í myndatöku á ökkla.
Arsenal mætir Tottenham í Norður-Lundúnaslagnum á sunnudag en Declan Rice verður í leikbanni og Mikel Merino, nýjasti miðjumaður liðsins, er á meiðslalistanum. Líklegt er að Arsenal verði einnig án Ødegaard en myndir af honum á hækjum í morgunsárið benda til þess að meiðslin séu alvarleg.
Thomas Partey og Jorginho eru til taks en varnarmaðurinn Riccardo Calafiori meiddist einnig í landsleikjahléinu og óvíst er með þátttöku hans.
Martin Odegaard heading back to London this morning.
— Charles Watts (@charles_watts) September 10, 2024
Arsenal's medical department are waiting to assess him later today to determine the full extent of his ankle damage. pic.twitter.com/ycoSB3BoY3