Gleðifréttir fyrir Arsenal

Mikel Arteta heldur kyrru fyrir hjá Arsenal.
Mikel Arteta heldur kyrru fyrir hjá Arsenal. AFP/Adrian Dennis

Mikel Arteta, knattspyrnustjóri karlaliðs Arsenal, hefur skrifað undir nýjan samning við félagið sem gildir til næstu tæplega þriggja ára, sumarsins 2027.

Fyrri samningur Arteta átti að renna út í lok þessa tímabils en hann hefur stýrt Arsenal frá árinu 2019 og unnið einn bikar, ensku bikarkeppnina árið 2020.

Undir stjórn Arteta hefur liðið verið í harðri baráttu um Englandsmeistaratitilinn undanfarin tvö tímabil en þurft að sætta sig við annað sætið í bæði skiptin þar sem Manchester City skákaði því.

Ánægja ríkir með störf hans hjá félaginu og mun Arsenal undir stjórn Arteta halda áfram að reyna að vinna sinn fyrsta Englandsmeistaratitil í rúma tvo áratugi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert