Erik ten Hag knattspyrnustjóri Manchester United var spurður út í ummæli portúgölsku stjörnunnar Cristiano Ronaldo á blaðamannafundi í dag.
Ronaldo gagnrýndi hugarfar hollenska stjórans í viðtali á dögunum, en ten Hag var stjóri Manchester United þegar Ronaldo yfirgaf félagið í annað sinn í lok árs 2022.
„Sagði hann að United gæti ekki orðið meistari? Hann er langt í burtu núna, í Sádi-Arabíu, langt frá Manchester. Það hafa allir rétt á sinni skoðun,“ sagði ten Hag um ummælin.