Enska goðsögnin að yfirgefa Íslendingaliðið?

Ashley Cole.
Ashley Cole. AFP

Ashley Cole mun yfirgefa þjálfarastarf sitt hjá Birmingham og fara í fullt starf hjá enska knattspyrnusambandinu. 

Miðlar þarlendis greina frá en Cole hefur verið í þjálfarateymi Birmingham síðan Wayne Rooney tók við liðinu í fyrrahaust. 

Rooney var rekinn stuttu síðar en Cole hélt áfram. 

Hann hefur hins vegar verið að taka þátt í landsliðsverkefnum með nýja þjálfara Englands, Lee Carlsey. 

Landsliðsmennirnir Willum Þór Willumsson og Alfons Sampsted leika báðir hjá Birmingham sem er í C-deild Englands. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert