Norðmaðurinn Erling Haaland er leikmaður ágústmánaðar í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.
Haaland fór frábærlega af stað með Manchester City en hann skoraði sjö mörk í þremur leikjum.
Hann var valinn fram yfir Egyptann Mohamed Salah, leikmann Liverpool, sem skoraði þrjú mörk og lagði önnur þrjú upp í fyrstu þremur leikjum sínum fyrir Liverpool.