Chelsea hafði betur gegn Bournemouth, 1:0, á útivelli í lokaleik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.
Bournemouth fékk kjörið tækifæri til að skora fyrsta mark leiksins á 38. mínútu en Robert Sánchez í marki Chelsea varði víti frá Evanilson og var staðan markalaus í hálfleik.
Christopher Nkunku kom inn á sem varamaður á 79. mínútu og hann skoraði sigurmarkið á 86. mínútu.
Chelsea er með sjö stig eftir fjóra leiki og í sjöunda sæti. Bournemouth er í 11. sæti með fimm stig.