Lét vita af sér á Englandi

Jason Daði Svanþórsson lagði upp mark.
Jason Daði Svanþórsson lagði upp mark. Ljósmynd/Grimsby

Jason Daði Svanþórsson og samherjar hans hjá Grimsby máttu þola tap, 2:1, í D-deild Englands í fótbolta í dag.

Mosfellingurinn var í byrjunarliði Grimsby og lagði upp mark liðsins í uppbótartíma fyrri hálfleiks er Kieran Green skoraði og minnkaði muninn í 2:1.

Hann fór af velli á 77. mínútu. Grimsby hefur farið illa af stað því liðið er með sex stig eftir sex leiki í 21. sæti af 24 liðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert