„Öll liðin vilja að okkur verði refsað“

Pep Guardiola knattspyrnustjóri Manchester City
Pep Guardiola knattspyrnustjóri Manchester City AFP/Ian Kington

Réttarhöld yfir enska knattspyrnufélaginu Manchester City hefjast á mánudag. Þar verða teknar fyrir 115 ákærur vegna meintra fjármálabrota félagsins á undanförnum árum.

Javier Tebas, forseti spænsku deildarinnar, hefur lengi haft horn í síðu Manchester City og hefur margsinnis ásakað eigendur City um að vera að eyðileggja framtíð knattspyrnunnar með því að dæla peningum frá Sádi-Arabíu í félagið.

Tebas heldur því fram að öll önnur félög á Englandi vonist til þess að City verði refsað harkalega fyrir brot sín.

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, var spurður út í þessi ummæli Tebas á blaðamannafundi.

„Öll liðin í úrvalsdeildinni vilja að okkur verði refsað, það er ljóst. Ég vil segja við Tebas og úrvalsdeildina að bíða eftir óháðu nefndinni. Réttlæti er til staðar í nútíma lýðræði, það er ekki flóknara en það.“

„Ég veit ekki til þess að hann eða restin af liðunum í úrvalsdeildinni séu lögfræðingar.“ sagði Guardiola.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert