Varnarmaðurinn hetja Arsenal í grannaslagnum

Liðsmenn Arsenal fagna sigurmarkinu.
Liðsmenn Arsenal fagna sigurmarkinu. AFP/Adrian Dennis

Arsenal hafði betur gegn Tottenham, 1:0, í Norður-Lundúnaslag í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á heimavelli síðarnefnda liðsins.

Varnarmaðurinn Gabriel Magalhães skoraði sigurmarkið með föstum skalla eftir horn frá Bukayo á 64. mínútu.

Arsenal er í öðru sæti með tíu stig, tveimur stigum á eftir toppliði Manchester City. Tottenham er í 13. sæti með fjögur stig.

Liðunum gekk illa að skapa sér almennilegt færi í fyrri hálfleik en Tottenham skapaði sér þó meira. Það gekk hins vegar illa að reyna almennilega á David Raya í marki Arsenal.

Fleiri gul spjöld litu dagsins ljós en færi því sjö slík fóru á loft fyrir hlé, en aðeins eitt eftir hlé. Var staðan í hálfleik því markalaus.

Seinni hálfleikurinn þróaðist svipað og sá fyrri. Tottenham var meira með boltann og skapaði sér meira, en Raya þurfti aldrei að taka á honum stóra sínum.

Arsenal fékk einu hornspyrnuna sína í seinni hálfleik á 63. mínútu og úr henni kom sigurmarkið. Tottenham gekk sem fyrr illa að skapa sér færi er liðið reyndi að jafna metin og eins marks útisigur varð raunin.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Tottenham 0:1 Arsenal opna loka
90. mín. Það verða að minnsta kosti fimm mínútur í uppbótartíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert