Yoane Wissa, sóknarmaður Brentford, verður frá um tveggja mánaða skeið eftir að hann meiddist á ökkla í 2:1-tapi fyrir Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á laugardag.
Wissa skoraði mark Brentford í leiknum eftir aðeins 22 sekúndna leik en þurfti síðar í honum að fara meiddur af velli.
„Því miður eru ekki góðar fréttir af Wissa. Hann verður frá í um tvo mánuði.
Hann hefur verið okkur mjög mikilvægur og skilur eftir sig stórt skarð en við munum finna lausn á þessu,“ sagði Thomas Frank, knattspyrnustjóri Brentford, í samtali við heimasíðu félagsins.