Margrét Lára Viðarsdóttir og Kjartan Henry Finnbogason voru gestir Harðar Magnússonar í Vellinum á Símanum Sport í gær.
Ræddu þau m.a. leik Arsenal og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, en Arsenal vann grannaslaginn 1:0.
Margrét var sérstaklega hrifin af Jurriën Timber og Kai Havertz hjá Arsenal í leiknum.
Umræðurnar má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann Sport.