Clattenburg pirrar Liverpool-menn

Mark Clattenburg
Mark Clattenburg AFP

Knattspyrnudómarinn fyrrverandi, Mark Clattenburg, reitti stuðningsmenn Liverpool til reiði í sjónvarpsútsendingu í gær. Clattenburg hvatti dómara leiksins til að dæma með AC Milan.

Stuðningsmenn AC Milan á San Siro í gær voru ófeimnir við að láta norska dómaranna Espen Eskas vita hvað þeim fannst um ákvarðanir hans í leiknum en Clattenburg, sem starfaði sem sérfræðingur um dómgæslu í sjónvarpsútsendingu frá leiknum, sagði að Norðmaðurinn hefði átt að gefa AC Milan ódýrar aukaspyrnur til að róa niður áhorfendur.

„Mér finnst hann þurfa að róa áhorfendur niður, þeir eru á móti honum. Ég held að dómarinn þurfi að gefa Milan eina-tvær litlar aukaspyrnur fyrir lítil brot“. Sagði Clattenburg.

Stuðningsmenn Liverpool fóru mikinn á samfélagsmiðlum eftir ummælin og þóttu lítið til þeirra koma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert