Meiðslin alvarlegri en í fyrstu var talið

Martin Ödegaard verður frá keppni í dágóðan tíma.
Martin Ödegaard verður frá keppni í dágóðan tíma. AFP/Glyn Kirk

Martin Ödegaard, fyrirliði Arsenal, verður frá keppni í lengri tíma en í fyrstu var haldið en hann meiddist í leik Noregs og Austurríkis í Þjóðadeildinni í fótbolta í síðustu viku.

Í fyrstu var talið að sá norski verði frá keppni í þrjár vikur, en ljóst er að miðjumaðurinn verður lengur að jafna sig á meiðslunum.

„Hann er með skemmdir í kringum liðböndin á ökklanum. Við verðum án hans í dágóðan tíma. Ég vona bara að hann verði ekki frá keppni í einhverja mánuði,“ sagði Mikel Arteta, knattspyrnustjóri liðsins, á blaðamannafundi í dag.

Arsenal leikur við Atalanta á útivelli í Meistaradeild Evrópu annað kvöld. Síðan tekur við stórleikur á útivelli gegn Manchester City í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert