Rasmus Højlund æfði í dag með Manchester United en hann hefur verið frá vegna meiðsla aftan í læri síðan á undirbúningstímabilinu. Mason Mount æfði einnig eftir aftur eftir meiðsli.
Manchester United mætir Crystal Palace á laugardaginn en síðast þegar liðin mættust á Selhurst Park voru heimamenn miklu sterkari og unnu sanngjarnan 4:0 sigur.
Mount var mikið meiddur á síðasta tímabili en endurkoma hans fjölgar vopnum Erik ten Hag, knattspyrnustjóra liðsins.
Daninn Højlund fékk treyjunúmer Anthony Martial í sumar en hefur ekki ennþá spilað deildarleik með níuna á bakinu vegna meiðsla í æfingaleik gegn Arsenal í sumar en í sama leik meiddist nýr varnarmaður liðsins, Leny Yoro einnig, en sá ristarbrotnaði í leiknum.