Margrét Lára við Eið Smára: Ert að henda mér undir rútuna

Margrét Lára Viðarsdóttir og Eiður Smári Guðjohnsen voru gestir Harðar Magnússonar í Vellinum á Símanum Sport í gærkvöldi. 

Þau fóru yfir 6. umferð ensku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu og ræddu meðal annars rauða spjaldið sem Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, fékk fyrir brot á James Maddison leikmanni Tottenham. 

Flestum sparkspekingum þykir rauða spjaldið vera harður dómur og Hörður spurði sérfræðinga sína hvað þeim fyndist um spjaldið. 

Þá sagði Eiður einfaldlega: „Margrét?“

Því svaraði Margrét Lára: „Þú ert henda mér svolítið fyrir rútuna í kvöld Eiður,“ á léttu nótunum. 

Þau ræddu síðar um rauða spjaldið sem má sjá í spilaranum hér að ofan en mbl.is færir ykkur efnu úr enska boltanum í samvinnu við Símann Sport. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka