Ratcliffe neitaði að svara spurningu um ten Hag

Sætið hjá Erik ten Hag er orðið ansi heitt.
Sætið hjá Erik ten Hag er orðið ansi heitt. AFP/Miguel Riopa

Íslandsvinurinn Sir Jim Ratcliffe, meðeigandi hjá enska knattspyrnufélaginu Manchester United, ræddi við breska ríkissjónvarpið um stöðu félagsins.

Sæti hollenska knattspyrnustjórans Erik ten Hag er orðið ansi heitt eftir slæma byrjun á leiktíðinni og margir sem spá því að hann verði rekinn innan skamms.

Liðið er í 13. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, með tvo sigra í sex leikjum. Þá hefur það leikið fjóra leiki í röð án sigurs og var heppið að ná jafntefli við Porto í Evrópudeildinni í gærkvöldi, þrátt fyrir að komast í 2:0.

„Ég vil ekki svara þessari spurningu. Mér líkar vel við Erik og hann er góður þjálfari, en í lok dags er þetta ekki mín ákvörðun,“ svaraði Ratcliffe, aðspurður út í framtíð Hollendingsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka