Í Vellinum á Símanum Sport á mánudagskvöld ræddu þau Hörður Magnússon, Eiður Smári Guðjohnsen og Margrét Lára Viðarsdóttir um frábæra frammistöðu Jonny Evans í markalausu jafntefli Manchester United og Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um síðustu helgi.
„Í þessum leik sýnir hann vonandi liðsfélögunum að hann veit hvað það þýðir að spila fyrir United. Hann sýnir það bæði inni á vellinum og ábyggilega utan vallar líka. 36 ára varnarmaður.
Við sem fótboltaáhugamenn viljum ekki sjá 36 ára varnarmann vera mann leiksins. Við viljum sjá einhver mörk, skæri og klobba. En það verður að gefa manninum kredit fyrir það hvernig hann hefur stigið inn í þetta hlutverk,“ sagði Eiður Smári.
Umræðuna um Evans má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.