Erik ten Hag knattspyrnustjóri Manchester United lét byggja vegg í kringum Carrington-æfingasvæði félagsins á dögunum.
Veggurinn kostaði tæpar 37 milljónir króna. Samkvæmt Daily Mail var veggurinn reistur til að koma í veg fyrir njósnir á æfingum liðsins.
Ekki er vitað hvaða lið vilja njósna um æfingar United, en gengi liðsins á leiktíðinni hefur verið afar sæmt. United er í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og sigurlaust í Evrópudeildinni.