Skoski knattspyrnumaðurinn fyrrverandi Peter Cormack er látinn, 78 ára að aldri.
Cormack lék með Liverpool á árunum 1972 til 1976 og varð Englandsmeistari í tvígang. Hann vann einnig það sem núna er Evrópudeildin og enska bikarinn sömuleiðis.
Miðjumaðurinn lék 178 leiki fyrir Liverpool og skoraði í þeim 26 mörk. Hann lék einnig með Nottingham Forest, Bristol City og Hibernian.