Enski landsliðsmaðurinn Bukayo Saka leikmaður Arsenal verður ekki með landsliði þjóðar sinnar gegn Finnlandi í Þjóðadeildinni á morgun vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik Englands og Grikklands á Wembley á fimmtudagskvöld.
Saka haltraði af velli í seinni hálfleik gegn Grikklandi og er ljóst að hann er ekki leikfær fyrir leikinn við Finna. Hann hefur því yfirgefið landsliðið og farið aftur til félagsliðs síns þar sem hann jafnar sig á meiðslunum.
Er því óvissa með þátttöku sóknarmannsins með Arsenal gegn Bournemouth 19. október í ensku úrvalsdeildinni.