Glæsilegt jöfnunarmark á Old Trafford (myndskeið)

Moisés Caicedo tryggði Chelsea stig með laglegu marki þegar liðið gerði jafntefli við Manchester United, 1:1, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Old Trafford í kvöld.

Caicedo skoraði með góðu skoti á lofti af vítateigslínunni eftir að hornspyrna Chelsea hafði verið skölluð frá.

Fjórum mínútum fyrr, á 70. mínútu, hafði fyrirliðinn Bruno Fernandes komið Man. United í forystu með marki úr vítaspyrnu.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka