Gagnrýnir fyrirliða United harðlega

Bruno Fernandes fagnar marki sínu í gær.
Bruno Fernandes fagnar marki sínu í gær. AFP/Paul Ellis

Roy Keane, fyrrverandi fyrirliði Manchester United og núverandi sparkspekingur hjá Sky Sports, gagnrýndi Bruno Fernandes, núverandi fyrirliða liðsins, harðlega eftir leikinn við Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gær.

„Hann hefur ekki gert nóg sem fyrirliði liðsins,“ sagði Keane, en Fernandes skoraði mark United í leiknum úr víti. Var markið það fyrsta sem Fernandes skorar í deildinni á leiktíðinni.

Fernandes bað Erik ten Hag, sem var rekinn sem stjóri liðsins í síðustu viku, afsökunar í viðtali eftir leikinn við Chelsea en Keane var ekki hrifinn.

„Það er of seint fyrir svoleiðis. Þú ert dæmdur fyrir það sem þú gerir á vellinum. Bruno hefur ekki verið leiðtoginn sem fyrirliðinn á að vera.

Það er ljóst að einhverjum leikmönnum er sama. Bruno hjálpaði ten Hag lítið og það vantar leiðtogahæfileikana hjá honum,“ sagði Keane.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka