Slot með bestan árangur allra

Arne Slot.
Arne Slot. AFP/Ronny Hartmann

Byrjun Arne Slot sem knattspyrnustjóri Liverpool hefur verið með allra besta móti. Í fyrstu 16 leikjum hans í öllum keppnum við stjórnvölinn hefur liðið unnið 14 þeirra.

Enska úrvalsdeildin vakti athygli á því í gær að enginn knattspyrnustjóri í rúmlega þriggja áratuga sögu deildarinnar hefur byrjað betur sé tekið mið af leikjum í öllum keppnum.

Carlo Ancelotti og José Mourinho fóru svipað vel af stað þegar þeir tóku við Chelsea á sínum tíma, Mourinho í fyrra skiptið, og unnu 13 af fyrstu 16 leikjum sínum í öllum keppnum.

Nú trónir Slot einn á toppnum á þeim lista eftir að hafa unnið 14, tapað einum og gert eitt jafntefli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka