Tvö mörk dæmd af og rautt spjald í London (myndskeið)

 Fulham sigraði Crystal Palace 2:0 í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í fjörugum leik í London í dag.

 Emile Smith Rowe kom Fulham yfir á annarri mínútu uppbótartíma fyrri hálfleiks og snemma í seinni hálfleik setti hann boltann aftur í netið en markið var dæmt af vegna rangstöðu.

Daichi Kamada fékk svo beint rautt spjald fyrir hættulegt brot á 76. mínútu.

Hary Wilson sjoraði svo annað mark Fulham á 83. mínútu og líkt og Smith Rowe skoraði hann annað en það var dæmt af.

Mörk­in og fleiri svip­mynd­ir úr leikn­um má sjá í spil­ar­an­um hér að ofan en mbl.is fær­ir ykk­ur efni úr enska bolt­an­um í sam­starfi við Sím­ann Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka