Guardiola: Kannski á annað lið skilið að vinna deildina

Pep Guardiola.
Pep Guardiola. AFP/Patricia De Melo Moreira

Manchester City tapaði 2:1 gegn Brighton í gærkvöldi sem var fjórða tap liðsins í röð í öllum keppnum.

Pep Guardiola er knattspyrnustjóri liðsins og einn sigursælasti knattspyrnustjóri í sögunni og þetta er í fyrsta sinn á hans ferli sem þjálfari sem hann tapar fjórum leikjum í röð.

Hann hefur gert City að Englandsmeisturum sex sinnum á síðustu sjö árum.

„Við verðum að sigra leiki. Fjórir tapleikir í röð, við verðum að breyta þessu. Þetta hefur verið erfitt undanfarið en við sigrum aftur þegar leikmenn koma til baka.

Kannski eftir sjö ár og sex titla í ensku deildinni á annað lið skilið að vinna,“ sagði Guardiola.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert