Byrjar ekki strax hjá United

Rúben Amorim á hliðarlínunni í síðasta leik sínum við stjórnvölinn …
Rúben Amorim á hliðarlínunni í síðasta leik sínum við stjórnvölinn hjá Sporting Lissabon í gærkvöldi. AFP/Miguel Riopa

Rúben Amorim, nýr knattspyrnustjóri Manchester United, hefur ekki störf í dag eins og til stóð þar sem hann er ekki kominn með atvinnuleyfi á Englandi.

Portúgalinn Amorim stýrði sínum síðasta leik hjá Sporting Lissabon í gærkvöldi þar sem liðið vann Braga 4:2 og er með fullt hús stiga, 33, á toppi portúgölsku deildarinnar eftir 11 leiki.

Givemesport og Daily Mail greina frá því að Amorim bíði enn eftir atvinnuleyfi en að Man. United reikni með því að það muni taka nokkra daga að greiða úr því.

Það þykir ekki óeðlilegt að umsókn nýs stjóra taki nokkra daga líkt og þegar nýr leikmaður gengur til liðs við félag á Englandi og gæti farið svo að Amorim stýri ekki sinni fyrstu æfingu hjá Man. United fyrr en liðið hefur á vikuna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert