Liverpool langlíklegasta liðið til afreka

Mohamed Salah fagnar marki sínu gegn Aston Villa um helgina.
Mohamed Salah fagnar marki sínu gegn Aston Villa um helgina. AFP/Paul Ellis

Liverpool er langlíklegasta liðið til þess að standa uppi sem Englandsmeistari í ár eftir frábæra byrjun á tímabilinu.

Þetta kom fram á tölfræðivefnum Opta en líkurnar á því að Liverpool verði Englandsmeistari eru 60,3 prósent. Líkurnar í upphafi tímabilsins voru 5,1 prósent.

Líkurnar á því að Englandsmeistarar Manchester City verji titilinn í ár eru 34,4 prósent og líkurnar á því að Chelsea, sem er í þriðja sætinu, verði Englandsmeistari eru 0,3 prósent. Þá eru 5 prósent líkur á því að Arsenal verði meistari.

Liverpool trónir á toppi deildarinnar með 28 stig eftir fyrstu ellefu umferðirnar en Liverpool hefur unnið 9 leiki í deildinni til þessa, tapað einum leik og gert eitt jafntefli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert