Stuðningsmaður Manchester United varð fyrir óskemmtilegri reynslu er hann mætti á leik liðsins gegn Bodø/Glimt í Evrópudeildinni í fótbolta í gærkvöldi.
Þegar hann kom sér fyrir í sætinu sínu kom í ljós dauð rotta undir sætinu. Nokkrum dögum áður var veitingastað í nágrenninu lokað vegna rottufaraldurs.
United vann leikinn, 3:2, og fagnaði sínum fyrsta sigri eftir að Rúben Amorim tók við liðinu.
Stuðningsmaðurinn óheppni greindi frá á samfélagsmiðlinum X.
#mufc will let anyone in Old Trafford for £66, including dead animals apparently. Block N3401@dipsMUFC @MUFamilyStand @OhCheesesChrist @mufcaways_ pic.twitter.com/VpKPPgE3wK
— Connorlomas (@Connor_Lomas) November 28, 2024