Lykilmaður Liverpool frá út árið

Ibrama Konaté verður frá keppni út árið.
Ibrama Konaté verður frá keppni út árið. AFP/Darren Staples

Knattspyrnumaðurinn Ibrahima Konaté verður ekki meira með Liverpool á árinu 2024. Enska blaðið Metro greinir frá í dag.

Konaté varð fyrir hnémeiðslum í leik Liverpool gegn Real Madrid í Meistaradeildinni á miðvikudag og verður frá í fimm til sex vikur.

Hann missir því af allri hátíðardagskrá Liverpool og stórleikjum gegn Manchester City, Everton, Tottenham og Manchester United.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert