Telja fátt geta komið í veg fyrir sigur Liverpool

Leikmenn Liverpool fagna marki gegn City um helgina.
Leikmenn Liverpool fagna marki gegn City um helgina. AFP/Adrian Dennis

Tölfræðivefurinn Opta telur 84% líkur á því að Liverpool verði Englandsmeistari karla í fótbolta.

Liverpool vann afar mikilvægan sigur gegn Manchester City, 2:0, í stórleik 13. umferðar úrvalsdeildarinnar á Anfield í Liverpool í gær.

Liverpool trónir á toppi deildarinnar með 34 stig að þrettán umferðum loknum og er með 9 stiga forskot á Arsenal og Chelsea sem eru með 25 stig í öðru og þriðja sætinu.

Ríkjandi Englandsmeistarar Manchester City eru sem stendur í fimmta sætinu með 23 stig, 11 stigum minna en topplið Liverpool.

Líkurnar á því að Arsenal verði Englandsmeistari eru 11,2% og líkurnar á því að City verði meistari eru 4,3%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert