Enska knattspyrnufélagið Liverpool verður án sex aðalliðsleikmanna þegar liðið mætir Newcastle á St. James' Park í 14. umferð úrvalsdeildarinnar í kvöld.
Varnarmennirnir Ibrahima Konaté, Conor Bradley og Koastas Tsimikas eru einnig að glíma við meiðsli.
Alisson Becker er enn þá að jafna sig á meiðslum og þá eru sóknarmennirnir Diogo Jota og Frederico Chiesa einnig meiddir.
Liverpool er á miklu skriði þessa dagana og trónir á toppi deildarinnar með 34 stig en liðið hefur aðeins tapað einum leik á tímabilinu til þessa og gert eitt jafntefli.
Newcastle er sem stendur í 11. sætinu með 19 stig en liðið hefur unnið tvo af síðustu fimm deildarleikjum sínum.