Jack Stephens, leikmaður Southampton, stóðst ekki mátið þegar hann dekkaði Marc Cucurella hjá Chelsea í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gærkvöldi.
Cucurella er mjög hárfagur og Stephens þótti of freistandi að toga í krullurnar. Var ákvörðunin ekki vinsæl hjá Tonu Harrington dómara sem rak hann af velli eftir skoðun í VAR.
Chelsea nýtti sér liðsmuninn og vann 5:1-sigur.
Atvikið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann Sport.