Skoraði þrjú af átta bestu mörkunum (myndskeið)

Matheus Cunha er markahæsti leikmaður Wolves í úrvalsdeildinni í vetur …
Matheus Cunha er markahæsti leikmaður Wolves í úrvalsdeildinni í vetur með sjö mörk. AFP/Adrian Dennis

Matheus Cunha, brasilíski framherjinn hjá Wolves, braut blað í sögu ensku úrvalsdeildarinnar þegar tilkynnt hvaða átta mörk kæmu til greina sem fallegasta mark deildarinnar í nóvember.

Cunha skoraði þrjú af þessum átta mörkum, tvö þeirra með glæsilegum langskotum, en hann er fyrsti leikmaðurinn sem á þrjár tilnefningar í mark mánaðarins í einum og sama mánuðunum.

Mörkin átta má sjá í myndskeiðinu en leikmenn frá Ipswich, Liverpool, Fulham, Manchester United og West Ham eiga hin fimm mörkin:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert