Brottrekstursleikurinn

Gary O'Neil þykir líklegur til að missa vinnuna á næstu …
Gary O'Neil þykir líklegur til að missa vinnuna á næstu dögum. AFP/Glyn Kirk

Viðureign West Ham og Wolves í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu sem fram fer á mánudagskvöldið gengur nú undir nafninu Brottrekstursleikurinn, eða El Sackico upp á spænskan máta.

Báðum liðum hefur gengið illa og staðan er þannig hjá báðum knattspyrnustjórunum að búist er við því að sá sem tapar leiknum verði rekinn.

Julen Lopetegui hangir á bláþræði hjá West Ham og sama er að segja um Gary O'Neil en stuðningsmenn Wolves sungu: „Þú  verður rekinn á morgun,“ eftir að liðið steinlá fyrir Everton í botnbaráttuslag í fyrrakvöld.

West Ham er með 15 stig í fjórtánda sæti deildarinnar og Wolves er með 9 stig í nítjánda og næstneðsta sætinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert