Samingaviðræður við Liverpool langt á veg komnar

Ibrahima Konaté.
Ibrahima Konaté. AFP/Darren Staples

Franski knattspyrnumaðurinn Ibrahima Konaté er nálægt því að skrifa undir nýjan samning við enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool.

Það er ítalski félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano sem greinir frá þessu á samfélagsmiðlinum X.

Konaté, sem er 25 ára gamall, gekk til liðs við Liverpool frá RB Leipzig, sumarið 2021, og á að baki 108 leiki fyrir félagið í öllum keppnum.

Núgildandi samningur hans á að renna út sumarið 2026 en forráðamenn Liverpool hafa lagt mikið kapp á að endursemja við leikmanninn undanfarnar vikur.

Konaté hefur verið lykilmaður í varnarleik Liverpool undanfarin tvö ár og myndað mjög öflugt miðvarðarpar með fyrirliðanum Virgil van Dijk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert