Enska knattspyrnufélagið Manchester United syrgir Kath Phipps en hún lést á dögunum, 85 ára að aldri.
Phipps starfaði hjá félaginu í yfir 55 ár og var mjög vinsæl hjá bæði leikmönnum liðsins og starfsfólki félagsins.
Hún byrjaði fyrsta að starfa fyrir félagið árið 1968, skömmu eftir að félagið vann Evrópukeppni meistaraliða í fyrsta sinn.
„Fjölskyldumeðlimur sem var dýrkuð og dáð,“ segir í færslu Manchester United á X.
„Það er með söknuði í hjarta sem við tilkynnum fráfall okkar ástkæru Kath Phipps,“ segir enn fremur í færslunni en fjöldi fyrrverandi og núverandi leikmanna Manchester United hafa minnst hennar á samfélagsmiðlum undanfarna daga.
„Þú verður ávallt í hjörtum okkar,“ skrifaði David Becham meðal annars í minningarorðum til hennar.
„Þú varst hjartað og sálin í félaginu. Fyrsta og síðasta manneskjan sem maður hitti þegar maður kom á Old Trafford,“ bætti Beckham við.
An adored member of the Manchester United family.
— Manchester United (@ManUtd) December 5, 2024
We are heartbroken to announce the passing of our beloved Kath Phipps ❤️