United-fjölskyldan syrgir

Kath Phipps og David Beckham á góðri stundu.
Kath Phipps og David Beckham á góðri stundu. Ljósmynd/Manchester United

Enska knattspyrnufélagið Manchester United syrgir Kath Phipps en hún lést á dögunum, 85 ára að aldri.

Phipps starfaði hjá félaginu í yfir 55 ár og var mjög vinsæl hjá bæði leikmönnum liðsins og starfsfólki félagsins.

Hóf störf árið 1968

Hún byrjaði fyrsta að starfa fyrir félagið árið 1968, skömmu eftir að félagið vann Evrópukeppni meistaraliða í fyrsta sinn.

„Fjölskyldumeðlimur sem var dýrkuð og dáð,“ segir í færslu Manchester United á X.

„Það er með söknuði í hjarta sem við tilkynnum fráfall okkar ástkæru Kath Phipps,“ segir enn fremur í færslunni en fjöldi fyrrverandi og núverandi leikmanna Manchester United hafa minnst hennar á samfélagsmiðlum undanfarna daga.

Ávallt í hjörtum okkar

„Þú verður ávallt í hjörtum okkar,“ skrifaði David Becham meðal annars í minningarorðum til hennar.

„Þú varst hjartað og sálin í félaginu. Fyrsta og síðasta manneskjan sem maður hitti þegar maður kom á Old Trafford,“ bætti Beckham við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert