Michail Antonio, leikmaður West Ham í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu, er í stöðugu ástandi á spítala eftir bílslys í Essex á Englandi í dag.
Félagið greindi frá þessu á samfélagsmiðlum í kvöld en Antonio er með meðvitund á spítala í London.
West Ham United can confirm that Michail Antonio is in a stable condition following a road traffic accident this afternoon in the Essex area.
— West Ham United (@WestHam) December 7, 2024
Michail is conscious and communicating and is currently under close supervision at a central London hospital.
At this difficult time, we…
Antonio er 34 ára gamall og hefur verið hjá félaginu frá 2015. Hann hefur skorað 83 mörk í 323 leikjum fyrir West Ham og verið í byrjunarliði í 11 leikjum liðsins í deildinni á þessu tímabili.