Ástand sóknarmannsins stöðugt

Michail Antonio, til vinstri, í leik með West Ham á …
Michail Antonio, til vinstri, í leik með West Ham á tímabilinu. AFP/Glyn Kirk

Michail Antonio, leikmaður West Ham í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu, er í stöðugu ástandi á spítala eftir bílslys í Essex á Englandi í dag.

Félagið greindi frá þessu á samfélagsmiðlum í kvöld en Antonio er með meðvitund á spítala í London.

Antonio er 34 ára gamall og hefur verið hjá félaginu frá 2015. Hann hefur skorað 83 mörk í 323 leikjum fyrir West Ham og verið í byrjunarliði í 11 leikjum liðsins í deildinni á þessu tímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert