Michail Antonio, leikmaður West Ham United í ensku úrvalsdeildinni, lenti í bílslysi í dag. West Ham tilkynnir þetta á samfélagsmiðlum sínum.
„Hugur og bænir allra hjá félaginu eru hjá Michail, fjölskyldu hans og vinum á þessum tíma,“ kemur fram í tilkynningu West Ham.
Antonio, sem er 34 ára gamall, hefur leikið með West Ham síðan 2015. Hann er með eitt mark í 14 leikjum í deildinni á þessu tímabili.
Club Statement
— West Ham United (@WestHam) December 7, 2024
West Ham United can confirm striker Michail Antonio has today been involved in a road traffic accident.
The thoughts and prayers of everyone at the Club are with Michail, his family and friends at this time.
The Club will issue an update in due course. pic.twitter.com/v3ZNyR80fd