Enski framherjinn lenti í bílslysi

Michail Antonio í baráttunni við Virgil van Dijk.
Michail Antonio í baráttunni við Virgil van Dijk. AFP/Ben Stansall

Michail Antonio, leikmaður West Ham United í ensku úrvalsdeildinni, lenti í bílslysi í dag. West Ham tilkynnir þetta á samfélagsmiðlum sínum.

„Hugur og bænir allra hjá félaginu eru hjá Michail, fjölskyldu hans og vinum á þessum tíma,“ kemur fram í tilkynningu West Ham.

Antonio, sem er 34 ára gamall, hefur leikið með West Ham síðan 2015. Hann er með eitt mark í 14 leikjum í deildinni á þessu tímabili. 

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert