Liverpool-slagnum frestað

Frá leik Liverpool og Everton á Anfield.
Frá leik Liverpool og Everton á Anfield. AFP/Paul Ellis

Leik Everton og Liverpool í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu hefur verið frestað vegna veðurs. Í morgun var gefin út viðvörun vegna stormsins Darragh og þurfti því að fresta leiknum.

Leikurinn átti að fara fram í hádeginu á Goodison Park, heimavelli Everton.

Hér fyrir neðan má sjá tilkynning Liverpool en ekki er vitað hvenær leikurinn verður spilaður.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert