Manchester United mátti þola fyrsta tap sitt undir stjórn Rúben Amorim á miðvikudaginn þegar liðið tapaði gegn Arsenal, 2:0.
„Þetta er mjög skýrt. Við erum risastórt félag en við erum ekki risastórt lið. Við vitum það svo það er ekki vandamál að segja það,“ sagði Amorim á blaðamannafundi fyrir leik liðsins gegn Nottingham Forest í dag.
Manchester United hefur farið brösuglega af stað í deildinni en liðið situr í 13. sæti eftir 14 umferðir.
„Leikmennirnir þurfa að skilja að þetta er erfið staða. Við erum ekki besta liðið í deildinni, en sögulega höfum við verið það,“ sagði Amorim.