Varnarmaðurinn Marc Cucurella sem spilar með Chelsea rann tvisvar sinnum í leik liðsins gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og í bæði skiptin refsaði Tottenham með marki.
Cucurella rann tvisvar í upphafi leiks og Chelsea var 2:0 undir vegna mistaka hans eftir 11 mínútur.
Chelsea endaði á að vinna leikinn 4:3 svo Cucurella hló að mistökum sínum eftir leikinn og grínaðist með það að sigurinn hafi næstum runnið úr greipum liðsins.
It almost slipped away…but proud of the amazing team effort to turn things around.
— Marc Cucurella (@cucurella3) December 8, 2024
London is BLUE! 💙 pic.twitter.com/tdy3ptPszi
Hann setti einnig inn mynd af skónum í ruslinu en tók Puma-merkið af. Þrátt fyrir það var starfsfólk íþróttamerkisins, sem Cucurella er á samningi hjá, líklega ekki sátt við myndbirtinguna og Cucurella eyddi myndinni stuttu síðar.