Bað stuðningsmenn afsökunar og henti takkaskónum

Marc Cucurella gerði tvö klaufaleg mistök í kvöld.
Marc Cucurella gerði tvö klaufaleg mistök í kvöld. AFP/Andy Bunchanan

Varnarmaðurinn Marc Cucurella sem spilar með Chelsea rann tvisvar sinnum í leik liðsins gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og í bæði skiptin refsaði Tottenham með marki.

Cucurella rann tvisvar í upphafi leiks og Chelsea var 2:0 undir vegna mistaka hans eftir 11 mínútur.

Chelsea endaði á að vinna leikinn 4:3 svo Cucurella hló að mistökum sínum eftir leikinn og grínaðist með það að sigurinn hafi næstum runnið úr greipum liðsins.

Hann setti einnig inn mynd af skónum í ruslinu en tók Puma-merkið af. Þrátt fyrir það var starfsfólk íþróttamerkisins, sem Cucurella er á samningi hjá, líklega ekki sátt við myndbirtinguna og Cucurella eyddi myndinni stuttu síðar.

Takkaskórnir sem hann rann tvisvar sinnum í í ruslinu.
Takkaskórnir sem hann rann tvisvar sinnum í í ruslinu. Ljósmynd/Marc Cucurella
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert