Ótrúleg endurkoma Chelsea gegn Tottenham

Dominic Solanke og Dejan Kulusevski skoruðu fyrstu tvö mörk Tottenham.
Dominic Solanke og Dejan Kulusevski skoruðu fyrstu tvö mörk Tottenham. AFP/Ben Stansall

Chelsea átti frábæra endurkomu í 4:3-sigri liðsins gegn Tottenham í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í dag.

Tottenham er með 20 stig í 15 sæti en Chelsea með með 31 stig í öðru sæti, aðeins fjórum stigum á eftir Liverpool sem á leik til góða.

Það tók Tottenham aðeins fimm mínútur að skora fyrsta mark leiksins en það gerði Dominic Solanke eftir klaufaleg mistök hjá bakverði Chelsea, Marc Cucurella.

Cucurella var með boltann og rann á rassinn eftir enga snertingu og undir lítilli pressu, Brennan Johnson tók boltann af honum, fór upp völlinn og sendi fyrir á Solanke sem stökk á boltann og kom honum í netið.

Nákvæmlega það sama gerðist sex mínútum síðar, Cucurella fór á rassinn og Tottenham náði boltanum en í þetta sinn var það Pedro Porro sem potaði boltanum á Dejan Kulusevski sem skoraði og staðan var 2:0, eftir 11 mínútur.

Cucurella fór beint að skipta um takkaskó á meðan heimemenn fögnuðu og gat staðið það sem eftir var af fyrri hálfleik.

Dominic Solanke og Brennan Johnson að fagna í dag.
Dominic Solanke og Brennan Johnson að fagna í dag. AFP/Ben Stansall

Jadon Sancho var mættur aftur í byrjunarlið Chelsea og minnkaði muninn í 2:1 á 17. mínútu þegar hann fékk boltann frá Cucurella upp við hliðarlínuna. Hann keyrði inn á völlinn og skaut niðri í fjær og boltinn fór frmahjá Fraser Forster í markinu.

Fraser Forster átti tvær frábærar vörslur í röð þegar um hálftími var liðinn af leiknum en fyrri var skot frá Cole Palmer sem hann varði en Pedro Neto var fyrstur á frákastið og fór í skot af stuttu færi en Forster varði aftur.

Fraser Forster að verja frá Cole Palmer í dag.
Fraser Forster að verja frá Cole Palmer í dag. AFP/Ben Stansall

Pape Sarr var nálægt því að skora þriðja mark Tottenham en hann skallaði boltann í þverslána á 34. mínútu. Stuttu síðar fengu heimamenn annað færi þegar Solanke fékk frábæra sendingu fyrir en náði ekki að staðsetja sig og boltann fór í hann og svo á Robert Sánchez í markinu.

Radu Draguson kom inn á sem varamaður eftir stundarfjórðung því Cristian Romero fór meiddur af velli og undir lok fyrri hálfleiks átti hann frábæra tæklingu þegar Nicolas Jackson var komin inn í teig og Draguson kom boltanum í burtu. 

Staðan í fyrri hálfleik var 2:1 fyrir Tottenham eftir fjörugar 45 mínútur.

Chelsea byrjaði seinni hálfleikinn mjög vel. Liðið var með öll tök á leiknum og þegar klukkustund var liðinn fékk Chelsea vítaspyrnu sem Cole Palmer skoraði úr af miklu öryggi og jafnaði metin í 2:2.

Cole Palmer skoraði tvö mörk í dag.
Cole Palmer skoraði tvö mörk í dag. AFP/Ben Stansall

Enzo Fernandez kom Chelsea yfir með laglegu marki eftir flottan undirbúning hjá Cole Palmer. Hann dansaði inn í teig Tottenham áður en hann kom með fyrirgjöf sem skoppaði af varnarmanni Tottenham en datt fyrir Argentínumanninn sem negldi boltanum á lofti í fyrstu snertingu í netið. Chelsea var því 3:2 yfir þrátt fyrir að vera 2:0 undir þegar 11 mínútur voru liðnar af leiknum.

Á 84. mínútu gulltryggði Palmer Chelsea sigurinn með vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur. Hann setti boltann laust á mitt markið og Chelsea var tveimur mörkum yfir, 4:2.

Fyrirliði Tottenham, Heung-min Son, minnkaði muninn í 4:3 á lokamínútu uppbótartímans með laglegu utanfótarskoti eftir hornspyrnu en það var of seint og Chelsea vann leikinn.

 

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Tottenham 3:4 Chelsea opna loka
90. mín. Cole Palmer (Chelsea) fer af velli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert