Miklar líkur eru á því að Gary O’Neil, knattspyrnustjóri karlaliðs Wolves, verði rekinn á næstu dögum.
Wolves tapaði fyrir West Ham, 2:1, í ensku úrvalsdeildinni á útivelli í kvöld en liðið situr i 19. og næstneðsta sæti deildarinnar með níu stig eftir 15 leiki.
Þjálfarasæti O’Neils var heitt fyrir leikinn og greindu enskir fjölmiðlar frá því að ef Wolves myndi tapa þá yrði O’Neil rekinn sem stjóri félagsins. Það kemur í ljós á næstu dögum hvort svo verði.